Rauðakrossvikan – starf Grindavíkurdeildar

21. okt. 2011

Myndir frá Fjöldahjálðparstjóranámskeið og heimsókn krakkanna á Króki.

Kynning á starfsemi Rauða krossins er aðal tilgangur Rauðakrossvikunnar og býður Grindavíkurdeild í því tilefni upp á fræðslu, kynningu og söng í verslunarmiðstöð bæjarins í dag og frítt námskeið í sálrænum stuðningi í húsnæði deildarinnar á morgun.
Hér að neðan er stutt ágrip á þeim helstu verkefnum sem eru í gangi hjá deildinni.

Í nóvember nk. verður flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli og því ákváðu Grindavíkurdeild og Suðurnesjadeild að vera með námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra á Suðurnesjum núna í byrjun október. Á námskeiðinu var meðal annars farið yfir skipulag almannavarna og hver þáttur Rauða krossins er í þeim, fyrirlestur um fjöldahjálp og opnum fjöldahjálparstöðvar og í lokin stutt æfing.

Einnig hafa Suðurnesjadeild og Grindavíkurdeild staðið fyrir námskeiði um notkun tetrastöðva og námskeið í sálrænum stuðningi verður í lok október

Neyðarvarnarnefnd Grindavíkurdeildar stóð fyrir fræðslukvöldi og æfingu fyrir íbúa Grindavíkur um opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla í mars á þessu ári.
Þátttakendur tóku þátt í því að gera fjöldahjálparstöðina, Hópsskóla í þessu tilfelli, tilbúna til opnunar fyrir þolendur rútuslyss.

Deildin býður sjálfboðaliðum frítt á námskeið í sálrænum stuðningi og skyndihjálp á eins til tveggja ára fresti.

Elstu börnin í leikskólum Króki komu í heimsókn til Grindavíkurdeildar RKÍ í byrjun október, horfðu á Hjálpfús, skoðuðu sjúkrabílinn og fengu endurskynsborða. Elstu börnin í leikskólanum Laut mun síðan heimsækja Rauða krossinn í nóvember.

Sauma- og prjónahópur Rauða krossins í Grindavík heldur sínu starfi ótrauður áfram og vinnur þar frábært verk til styrktar hjálpastarfi í Afríku og Hvíta Rússlandi

Friðarliljurnar hafa síðan í ágúst 2004 sungið fyrir heimilisfólkið í Víðihlíð einu sinni í mánuði auk þess sem þær hafa verið fengnar til að taka lagið við ýmis tækifæri á öðrum vettvangi.

Heimsóknarþjónustan hefur verið starfandi í Grindavík frá árinu 2003 og hefur gengið ágætlega. Ef þú vilt gerast heimsókarvinur í Grindavík, vilt fá heimsókn eða veist um einhvern sem mundi hafa áhuga á heimsóknum þá endilega hafðu samband við okkur.

Börnin hér í Grindavík eru dugleg að halda tombólur til styrktar Rauða krossinum og minnum við á að þau fá viðurkenningarskjal og smá glaðning frá deildinni í þakklætisskyni á Bókasafni Grindavíkur en Margrét Gísladóttir, forstöðumaður safnsins og sjálfboðaliði hjá Grindavíkurdeild hefur tekið að sér að halda utan um tombólubörnin okkar.

Námskeiðið „börn og umhverfi“ er á dagskrá Grindavíkurdeildar á vorin. Námskeiðið er fyrir krakka 11 ára og eldri. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við yngri börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Deildin sinnir ýmsum og styrkir ýmis önnur verkefni sem hafa forvarnargildi og/eða treysta umhyggju og kærleika. Sem dæmi þá hefur Grindavíkurdeild gefið bangsa í sjúkraflutningabifreiðina sem veita yngstu farþegunum huggun og hughreystingu.

Blóðbíll Blóðbankans kemur reglulega í heimsókn og tökum við á móti honum við húsnæði deildarinnar að Hafnargötu 13.

Fatasöfnunargámur Grindavíkurdeildar er staðsettur við hús deildarinnar að Hafnargötu 13 í Grindavík. Við þökkum ykkur kærlega fyrir fataframlagið sem nýtist vel í þau verkefni sem nú eru í gangi en meðal annars er verið að senda barnafatapakka til Hvíta Rússlands.

Ef þú hefur áhuga á að gerast styrktaraðili eða sjálfboðaliði, því alltaf er þörf fyrir hvoru tveggja, þá endilega hafðu samband.

Í stjórn Grindavíkurdeildar RKÍ eru:
Agústa Gísladóttir, formaður, fjöldahjálparstjóri og leiðbeinandi í sálrænum stuðningi - 8231922 tryllirgk@internet.is
Brynja Guðmundsdóttir, meðstjórnandi og fjöldahjálparstjóri – 8979035 brynjag69@googlemail.com
Ingibjörg Reynisdóttir, meðstjórnandi og fjöldahjálparstjóri - 8641332 ingare@simnetis
Kjartan Fr. Adolfsson, gjaldkeri - 8497535 kjartan@grindavik.is
Sigríður Gerða Guðlaugsdóttir, ritari og fjöldahjálparstjóri - 8975348 eddi1965@simnet.is

Í neyðarvarnarnefnd eru:
Magnús Már Jakobsson, formaður, fjöldahjálparstjóri og skyndihjálparleiðbeinandi - 6608809
Brynja Guðmundsdóttir, fjöldahjálparstjóri - 8979035
Guðrún Kristín Einarsdóttir - 8409350
Þórunn Alda Gylfadóttir - 8227987
Hjördís Rósa Halldórsdóttir, fjöldahjálparstjóri og skyndihjálparleiðbeinandi - 6617041
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þökkum veittan stuðning í gegnum árin

Grindavíkurdeild Rauða koss Íslands