Ný félagsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri

16. mar. 2007

Ný félagsmiðstöð var opnuð á Kirkjubæjarklaustri þann 15. febrúar síðast liðinn við góðar undirtektir heimamanna á öllum aldri. Félagsmiðstöðin er staðsett í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og heitir Klaustrið.

Félagsmiðstöðin er samstarfsverkefni Klaustursdeildar Rauða krossins og Skaftárhrepps um vímulausan vettvang fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára til að koma saman, spjalla um lífið og tilveruna, halda sýningar, tónleika, námskeið og koma á ýmsum spennandi verkefnum. Einnig nýta eldri borgarar í Skaftárhreppi sér þessa aðstöðu einu sinni í viku.

Í félagsmiðstöðinni ættu allir að geta fundir sér eitthvað við sitt hæfi en þar er til dæmis tölvuver með nettengingu, hljóðkerfi fyrir hljómsveitir billjardborð, pílukast, setustofa með sjónvarpi og heimabíói, Playstation 2 og ýmislegt fleira.

Umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar og ungmennahússins er Ása Þorsteinsdóttir, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Skaftárhrepps.
 

     
 Krakkar í billjarð og pílukasti.  Ekki var annað að sjá en að strákunum litist vel á tölvuverið í félagsmiðstöðinni. Litlu stúlkurnar á myndinni voru við opnun félagsmiðstöðvarinnar. Að vísu eru þær of ungar til að sækja félagsmiðstöðina á næstunni en þeim leist greinilega vel á aðstöðuna.