Mikilvægt að hafa skyndihjálpartöskur við hendina

15. ágú. 2007

Eitt af mörgum verkefnum Rauða kross deilda er að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp. Slys gera ekki boð á undan sér og því er þekking á skyndihjálp mikilvæg fyrir alla. Sé rétt að skyndihjálp staðið getur hún skipt sköpum og skilið á milli lífs og dauða.

Mikilvægt er að hafa neyðarútbúnað á vísum stað og við höndina. Þar koma skyndihjálpartöskur Rauða krossins sér vel. Þær innihalda ýmsan búnað til að veita fyrstu hjálp og er einfalt að hafa þær í bílnum og/eða sumarbústaðnum.

Á sólríkum degi fyrr í sumar, þegar straumur ferðamanna var mikill, stóð Hveragerðisdeild fyrir sölu á skyndihjálpartöskum við verslunarmiðstöð bæjarins. Þetta er annað árið í röð sem deildin selur töskur og hefur það mælst mjög vel fyrir.