Nýir heimsóknavinir Víkurdeild

18. okt. 2007

Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.

Konur af svæði Víkurdeildar, ásamt konum frá Hvolsvelli sóttu námskeið, sem var líflegt og fróðlegt fyrir alla sem tóku þátt. Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk heimsóknavina, áherslur og reglur þær sem unnið er eftir í þessu mikilvæga áhersluverkefni Rauða krossins.

Sólborg Alda Pétursdóttir, verkefnisstjóri á landsskrifstofu, fór yfir námsefni með þátttakendum, ásamt því að ræða svokallaðar klípusögur. Elsa G. Vilmundardóttir, verðandi hópstjóri heimsóknavina hjá Víkurdeild, sagði frá starfsemi deildarinnar og starfi sjálfboðaliða, en hún hefur áralanga reynslu af starfi fyrir félagið, og situr í stjórn deildarinnar.