Jólakaffi sjálfboðaliða Hveragerðisdeildar

27. des. 2007

Í vikunni fyrir jól var sjálfboðaliðum Hveragerðisdeildar boðið til kaffisamsætis í húsnæði deildarinnar að Austurmörk 7 í Hveragerði. Mikil hátíðarstemming ríkti, enda búið að skreyta húsið og leggja fallega á jólaborð fyrir gestina. Sjálfboðaliðar á öllum aldri áttu skemmtilega stund saman.

Um leið og Eyrún Sigurðardóttir varaformaður deildarinnar bauð gesti velkomna þakkaði hún þeim fyrir þeirra frábæra og óeigingjarna starf sem unnið er í nafni Rauða krossins. Síðan var lesið skemmtilegt ljóð um Blómabæinn Hveragerði og lesin stutt saga.

Stjórn deildarinnar sá um veitingarnar sem voru hinar glæsilegustu. Að loknum góðum jólakveðjum fóru svo allir saddir og sælir heim til að halda hátíðleg jól.