Buff, góð heimsókn og styrkur – Klausturdeild Rauða krossins

17. nóv. 2011

Krakkarnir á svæði Klausturdeildar Rauða krossins fara ekki varhluta af öskufoki. Deildin gaf því börnunum buff merkt rauðum krossi sem koma sér vel við þessar aðstæður. Féll þetta algjörlega í kramið! Segja má að þetta sé staðalbúnaður á svæðinu.

Tveir sjálfboðaliðar í sjúkraflutningum hjá Rauða hálfmánanum í Palestínu, sem dvöldu hér á landi í þrjár vikur í október, heimsóttu Klausturdeild og aðrar deildir á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þeir kynntu sér meðal annars viðbrögð deildanna við náttúruhaförum af ýmsu tagi, sem nóg hefur verið um á Suðurlandi á síðustu árum. Áhugavert er að kynnast kollegum annarra landsfélaga og skiptast á upplýsingum um fjölbreytt verkefni innan hreyfingarinnar.

Deildinni voru afhentar tæplega 300 þúsund krónur að gjöf sem er ágóði af uppboði sem haldið var á árlegri uppskeru- og þakkarhátíð sem fór fram í Skaftárhreppi í október. Ómetanlegt er að fá styrk af þessu tagi sem viðurkenningu á því starfi sem deildin hefur unnið að og þá sérstaklega í neyðarviðbrögðum í eldgosum síðustu ára. Stjórn Klausturdeildar þakkar rausnarlegt framlag.