Jólastund

13. jan. 2009

Þann 10. desember sl. kom handavinnuhópurinn saman í síðasta sinn á árinu 2008 og áttu saman góða stund þar sem söngur og girnilegar heimatilbúnar kræsingar voru í fyrirrúmi. Eftir að skylduverkunum var lokið var sest að borðum. Litla söngdívan Mýsla hitaði upp fyrir Friðarliljurnar með söng og dansi meðan þær gæddum sér á kræsingum og súkkulaði. En hún kunni bara eitt lag svo það var ekki annað að gera en að skella sér í sönginn og hljómar jólalaganna ómuðu um allt Rauðakrosshúsið.

Handavinnuhópurinn kemur aftur saman miðvikudaginn 14. Janúar og hittist síðan annan hvern miðvikudag. Við hvetjum nýjar konur til að koma og kynna sér hvað verið er að gera hér í Rauðakross-húsinu og bjóðum ykkur velkomnar í hópinn.