Fréttabréfið

14. jan. 2009

Fyrsta fréttabréf Grindavíkurdeildar RKÍ kom út í byrjun desember sl. og var dreift í öll hús í Grindavík.

Við vonum að bæjarbúar hafi haft ánægju af lestri blaðsins og orðið fróðari um starfsemi deildarinnar. Stefnt er að því að gefa út fréttabréf einu sinni á ári þar sem greint er frá því helsta sem deildin hefur verið að gera á tímabilinu.

Við viljum þakka alveg sérstaklega þeim sem þýddu fyrir okkur, í sjálfboðavinnu, textann um opnun síðna á fimm tungumálum á heimasíðu Rauða kross Íslands en það voru þau Sylwia Ostrowska sem þýddi yfir á pólsku og Waraphorn Thatphong og Manop Saedkhong sem þýddu yfir á tælensku. Í þakklætisskyni færði deildin þeim Gullmolakassa frá Nóa Síríus.