Hjálpfús á leikskóla

14. jan. 2009

Leikskólar Grindavík, eins og allir leikskólar í landinu, fengu á dögunum DVD disk með Rauðakrossstráknum Hjálpfúsa gefins frá Grindavíkurdeild RKÍ.

Rauði kross Íslands og Ríkissjónvarpið gerðu samning um að vinna efni upp úr fræðsluefninu „Hjálpfús heimsækir leikskólann.”  Gerðir voru 16 þættir sem sýndir hafa verið í Stundinni okkar. Þessir þættir hafa nú verið teknir saman á einn DVD disk sem Rauða krossinn hefur gefið í alla leikskóla landsins.

Með Hjálpfúsa fá börn á leikskólaaldri sína fyrstu kennslu í skyndihjálp og það eru dæmi þess að sú fræðsla hafi komið að góðum notum.