Frábær fyrirlestur hjá Guðjóni Bergmann.

15. jan. 2009

Grindavíkurdeild RKÍ, í samstarfi við Grindavíkurkirkju, bauð Grindvíkingum að sækja fyrirlestur með Guðjóni Bergmann laugardaginn 24. Janúar sl. Um 20 manns sóttu fyrirlesturinn og voru allir sammála um að þar hafi fengist góð verkfæri til að takast á við erfiðleika og streitu með jákvæðu hugarfari.

Guðjón lagði áherslu á að hver og einn gerði sér grein fyrir að hann gæti aðeins stjórnað sér og sínum viðbrögðum. Breytingar væru óumflýjanlegar hvort sem okkur líkaði betur eða ver en við gætum valið að bregðast við þeim með jákvæðu hugarfari og að vera sá sem finnur lausnir í stað þess að kenna öðrum um og sitja fastur í gryfju fórnarlambsins. Guðjón kom líka inn á markmiðasetningu og skipulagningu tímans og gaf okkur góð ráð og verkfæri til að vinna slíka vinnu skilvirkt.

Ýmislegt fleira var rætt og Guðjón náði hópnum vel með sér. Frábær morgunstund í notalegri umgjörð kirkjunnar og þökkum við séra Elínborgu og Birnu fyrir að taka þátt í þessu með okkur.