Grindavíkurdeild í kröftugu útbreiðslustarfi

15. jan. 2009

Grindavíkurdeild Rauða krossins opnaði nýverið vefsíðu. Á síðunni verður hægt að fylgjast með starfi deildarinnar og kynna sér þau fjölbreyttu verkefni sem hún sinnir. Vefslóðin er www.redcross.is/grindavik.

Í desember gaf Grindavíkurdeild út fréttabréf sem var dreift í öll hús í bænum. Að sögn Rósu Halldórsdóttur starfsmanns Grindavíkurdeildar er stefnt að því að fréttabréfið komi út einu sinni á ári í framtíðinni og þar verður greint frá því helsta sem deildin hefur verið að gera á tímabilinu. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.

„Við viljum þakka alveg sérstaklega þeim sjálfboðaliðum sem þýddu fyrir okkur textann í fréttabréfið um opnun heimasíðu Rauða krossins fyrir innflytjendur, redcross.is/immigrants. Meðal annars þýddi Sylwia Ostrowska yfir á pólsku og Waraphorn Thatphong og Manop Saedkhong á tælensku,” segir Rósa.