Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk viðurekenningu frá bæjarfélaginu

5. jan. 2012

Í tilefni af því að árið 2011 er ár SJÁLFBOÐALIÐANS ákvað bæjarstjórn Grindavíkur nú í lok árs að veita fjórum félagasamtökum viðurkenningu fyrir ómetanlegt og fórnfúst sjálfboðaliðastarf fyrir samfélagið í Grindavík á undanförnum árum en það voru auk Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands, Kvenfélag Grindavíkur, Slysavarnardeildin Þórkatla og Björgunarsveitin Þorbjörn. Verðlaunaafhendingin fór fram við kjöri á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur á gamlársdag í Hópsskóla.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað á fundin sínum í júní 2009 að árið 2011 yrði ár sjálfboðaliðans. Í tilefni að þessu hafa málefni sjálfboðaliða og sjálfboðaliðasamtaka verið í brennidepli hjá Evrópusambandinu þetta ár. Markmið ársins var að vinna að því að einfalda og bæta umhverfi fyrir sjálfboðaliða í Evrópu, styðja við og styrkja sjálfboðaliða samtök og auka gæði sjálfboðliðastarfs, auka vitund um sjálfboðið starf, gildi þess og mikilvægi.