Nýr starfsmaður Hveragerðisdeildar kom í heimsókn

21. apr. 2009

Drífa Þrastardóttir, nýráðinn starfsmaður Hveragerðisdeildar, kom í heimsókn til Grindavíkurdeildar ásamt Jóhönnu svæðisfulltrúa, miðvikudaginn 25. mars s.l. Handavinnuhópurinn var þá hér að störfum og allt í fullum gangi enda er ekki kastað til hendinni þegar þær eru annars vegar. Drífa hafði mjög gaman af að sjá hvað við erum að gera hér og voru henni kynnt helstu verkefni deildarinnar. Undir lok heimsóknarinnar tóku okkar dömur fram nikkuna og gítarinn og sungu nokkur lög fyrir gestina og hlutu að launum lof og klapp. Jóhanna tjáði okkur að á leiðinni heim hefði Drífa sagt að heimsóknin til Grindavíkurdeildar stæði upp úr þeim stöðum sem þær hefðu heimsótt þennan dag – lífsgleðin og kátínan hafði haft svo smitandi áhrif.