Pakkað af kappi fyrir Gambíu

19. maí 2009

Handavinnuhópur Grindavíkurdeildar hefur að undanförnu verið að pakka í ungbarnapakka sem senda á til Gambíu. Pökkunum er síðan dreift til nýbakaðra mæðra þegar þeir koma til Gambíu. Pakkarnir innihalda einn umganga af klæðnaði, bleyjur, hettuhandklæði, teppi fyrir ungabörnin og teppi fyrir móður.
Mikið kapp var lagt í að ná að pakka sem flestum pökkum og fara um 100 pakkar frá Grindavíkurdeild sem er mjög vel af sér vikið. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá unnu konurnar af miklu kappi og skipulagið eins og hjá vel smurðu færibandi.