Birna okkar hlýtur viðurkenningu

20. maí 2009

Birna Zophaníasdóttir hlaut viðurkenningu á störfum sínum fyrir Rauða krossinn á aðalfundi RKÍ á Vík þann 16. maí sl.
Birna starfaði sem svæðisfulltrúi Suðurnesja hjá RKÍ á árunum 1998-2000 og kom m.a verkefnunum „Föt sem framlag“, heimsóknarþjónustunni og fataflokkuninni á  laggirnar á Suðurnesjum. Birna hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá Grindavíkurdeild síðan árið 2003 og haldið utan um handavinnuhópinn og heimsóknarþjónustuna af mikilli röggsemd. Birna átti einnig frumkvæðið að koma Sönghópnum Friðarliljunum á fót sem frá því í des 2003 hefur sungið á Dvalarheimilum á Suðurnesjum og fleiri stöðum. Friðarliljurnar hafa algjörlega slegið í gegn og anna vart eftirspurn.
Við hjá Grindavíkurdeild óskum Birnu innilega til hamingju og erum afskaplega ánægð og sammála um að viðurkenningin sé sannarlega verðskulduð.