Kópavogsdeild í heimsókn

29. maí 2009

Fimmtudaginn 28. maí sl. kom um 30 kvenna hópur frá Kópavogsdeild í heimsókn til Grindavíkurdeildar. Um var að ræða sjálfboðaliða sem starfa sem heimsóknarvinir og/eða eru í sauma- og prjónahóp. Friðarliljurnar tóku á móti gestunum auk stjórnarkvenna. Friðarliljurnar tóku nokkur lög við góðan róm gestanna. Boðið var upp á súpu og kaffi á eftir, starfsemi deildarinnar var skoðuð sem og verk saumahópsins okkar. Gestirnir sögðu frá ýmsu skemmtilegu sem þær eru að vinna að m.a. reynslu þeirra af heimsóknarvinum með hunda. Það voru ánægðar konur sem kvöddu okkur með ósk um að fá Friðarliljurnar í heimsókn í Gullsmárann í haust.