Tombólusöfnun

16. jún. 2009

Þessar vösku stúlkur söfnuðu vænni upphæð fyrir Rauða krossinn með því að halda tomólu. Það er alltaf gleðilegt þegar unga kynslóðin leggur góðu málefni lið og hér í Grindavík er ekki óalgeng sjón að krakkarnir séu að safna fyrir góðum málefnum fyrir utan Nettó. Margir haf lagt Rauða krossinum lið með þessum hætti og von er á myndum frá fyrrverandi formanni sem teknar hafa verið á rafræna myndavél og þá getum við birt þær hér á heimasíðunni.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast þegar þau halda tombólur.
Árlega halda tvö til þrjú hundruð börn tombólur og safna 400-500 þúsund krónum sem varið er til að aðstoða börn víðsvegar í heiminum sem eiga um sárt að binda.