Rauðakrossvikan

17. okt. 2009

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands kynnti sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.

Fimmtudaginn 15. Október kom hann í heimsókn til neyðarnefndar Suðurnesjadeildar til að kynna sér neyðarvarnarskipulag deildarinnar sem meðal annars sér um að veita sálrænan stuðning við farþega í kjölfar flugatvika á Keflavíkurflugvelli. Mikið og gott samstarf er á milli Suðurnesjadeildar og Grindavíkurdeildar sem einnig hefur hlutverk í ofangreindu neyðarvarnarskipulagi sem nær til flugatvika.

Suðurnesjadeild er meðal þeirra deilda sem oftast eru kallaðar út til aðstoðar og er neyðarvarnarskipulag deildarinnar fyrirmynd að skipulagi Rauða kross deilda á öllu landinu. Farið var út á Keflavíkurflugvöll í fylgd Önnu Stefánsdóttur formanns Rauða kross Íslands og fulltúum frá Suðurnesja- og Grindavíkurdeild.

Deildir um allt land hafa einnig kynnt starfsemi sína í neyðarviðbrögðum alla þessa viku og fjölmargar deildir hafa myndað manngerða Rauða krossa á sínu svæði þar á meðal Grindavíkurdeild.