Uppskeruhátíð Skaftárhrepps

23. nóv. 2009

Klaustursdeild Rauða krossins var þátttakandi í uppskeruhátíð Skaftárhrepps sem haldin var í vetrarbyrjun. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var afar fjölbreytt og skemmtileg enda þátttaka íbúa mjög góð í veðurblíðunni. Víða var opið hús og farið vítt og breitt í skoðunarferðir um héraðið. Gestakór af höfuðborgarsvæðinu var mættur í sveitina og setti  svip á hátíðina. Veitningarstaðir voru að sjálfsögðu opnir og þar var lögð megináhersla á afurðir Skaftárhrepps.  

Í félagsheimilinu Kirkjuhvoli var sett upp falleg handverkssýning. Þar var einnig Klaustursdeild Rauða krossins með þjóðakynningu, sem Skaftfellingar af erlendum uppruna sáu um. Þótt þau kæmu aðeins frá tveimur löndum, Skotlandi og Póllandi, voru bornir fram ýmsir gómsætir réttir. Gestir kunnu vel að meta þessa nýbreytni, enda nutu þess margir og báru lof á.