Valdaefling í verki – byggjum betra samfélag

4. des. 2009

Rauði krossinn í samstarfi við Hlutverkasetur og félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur staðið fyrir málþingum um geðverndarmálefni undir yfirskriftinni „valdefling í verki - byggjum betra samfélag“.

Málþingin fjölluðu  um geðheilsuna, hugmyndafræði sjálfseflingar/valdeflingar og mikilvægi samvinnu og samstöðu og hvað það er sem skiptir máli í þjónustunni, í fari starfsmanna, aðstandenda, vina og samstarfsmanna.

Fjölmargir fyrirlesarar komu að þessum málþingum, bæði sérfræðingar í geðheilbrigðismálum og aðrir sem vinna að þessum málaflokki. Einnig héldu erindi bæði aðstandendur og notendur þjónustunnar og áhugafólk um málefnið, ásamt því að kynnt voru þau úrræði og fjölbreytta starfsemi sem í boði er á hverjum stað.

Í lok málþinganna voru umræður og tóku fundargestir þátt í þeim. Þar var meðal annars rætt hvernig haldið yrði áfram að vinna með þær hugmyndir sem höfðu komið fram yfir daginn. Víða er ýmislegt í boði en misjafnt hvað hentar einstaklingnum og samstarf því nauðsynlegt og bent á að fleiri aðilar en fagfólk geti komið að málum þegar eitthvað bjátar á. Leggja þarf áherslu á eftirfylgd, tengsl og stuðning.