Iðnaðarmannafélag Suðurnesja veitir styrk

11. des. 2009

Í gær veitti Iðnaðarmannafélag Suðurnesja Suðurnesjadeild Rauða krossins styrk að upphæð kr. 750.000.- til að hjálpa þeim sem minna mega sín fyrir jólin.

Það var formaður félagsins Karl Hólm Gunnlaugsson, sem afhenti formanni deildarinnar Rúnari Helgasyni styrkinn.