• 11312674_651378634993038_1435080104810628694_o

Heilsugæsla á hjólum fyrir sýrlenska flóttamenn

20. maí 2015

Um þessar mundir eru hátt í 1,2 milljón sýrlenskra flóttamanna í nágrannalandinu Líbanon. Erfitt er að ímynda sér álagið sem flóttafólkið glímir við og þá einnig líbanska þjóðin sem telur aðeins 4,5 milljónir.

Rauði krossinn á Íslandi styrkir „heilsugæslu á hjólum“ í Líbanon. Í því felst að sérútbúin sjúkrabifreið ferðast með lækni og hjúkrunarfræðingi til að veita flóttamönnum nauðsynlega heilsugæslu. Þess má geta að Mannvinir Rauða krossins taka þátt í að gera þetta að veruleika.

Á þessari mynd má sjá Svein Kristinsson, formann Rauða krossins á Íslandi, sem heilsaði upp á unga skjólstæðinga í Líbanon á mánudag. Þessir piltar eru frá Sýrlandi og virðast eiga þarna dýrmæta stund milli stríða.