Súðavíkurdeild Rauða krossins styður starf í félagsmiðstöðvum aldraðra og unglinga í Súðavík
![]() |
Í félagsmiðstöð aldraðra í Súðavík. |
Þegar stjórn deildarinnar bar að garði í félagsmiðstöð eldri borgara, þar sem gefin voru hljómflutningstæki, var verið að gera jólaföndur. Vel var tekið á móti Rauða kross fólkinu með dýrindis kaffihlaðborði og var þeim þakkað kærlega fyrir góða gjöf.
Sólborgarbörn á Ísafirði aðstoða Rauða kross Íslands
![]() |
Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins spjallar við börnin á Sólborg. |
Öll börnin tóku þátt í verkefni sem fólst í því að þau komu með dósir og flöskur að heiman. Síðan fóru þau öll saman í leiðangur í endurvinnsluna til að fylgjast með því hvað verður um glerflöskurnar eftir að að þeim hefur verið skilað.
Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands á Vestfjörðum heimsótti síðan börnin og sagði þeim frá því hvernig peningarnir sem þau söfnuðu munu nýtast til að hjálpa börnum sem búa við erfiðar aðstæður.