16. feb. 2005 : Fréttir úr starfinu á Vestfjörðum

Bolungarvík er með opið hús fyrsta laugardag hvers mánaðar. Í grunnskólanum á Þingeyri fá nemendur í 10. bekk kennslu í almennri skyndihjálp. Fatasöfnun eykst jafnt og þétt á  Vestfjörðum. Ísafjarðardeild og Bolungarvíkurdeild opnuðu fjöldahjálparstöðvar í byrjun árs. Styrktartónleikar voru haldnir á Þingeyri í janúar og söfnuðust yfir 300 þúsund krónur. Vinadeildin í Uzice í Serbíu og Svartfjallalandi hefur óskað eftir aðstoð við að koma upp ungmennastarfi.