23. nóv. 2005 : Sólborgarbörn á Ísafirði aðstoða Rauða kross Íslands

Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins spjallar við börnin á Sólborg.
Börnin á leikskólanum Sólborg á Ísafirði afhentu fulltrúa Rauða kross Íslands tæpar 4.000 krónur sem þau söfnuðu sjálf.

Öll börnin tóku þátt í verkefni sem fólst í því að þau komu með dósir og flöskur að heiman. Síðan fóru þau öll saman í leiðangur í endurvinnsluna til að fylgjast með því hvað verður um glerflöskurnar eftir að að þeim hefur verið skilað. 

Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands á Vestfjörðum heimsótti síðan börnin og sagði þeim frá því hvernig peningarnir sem þau söfnuðu munu nýtast til að hjálpa börnum sem búa við erfiðar aðstæður.