15. des. 2005 : Súðavíkurdeild Rauða krossins styður starf í félagsmiðstöðvum aldraðra og unglinga í Súðavík

Í félagsmiðstöð aldraðra í Súðavík.
Súðavíkurdeild Rauða krossins hefur á undanförnum dögum fært félagsmiðstöðvum eldri borgara og unglinga búnað sem kemur að góðum notum í starfseminni.

Þegar stjórn deildarinnar bar að garði í félagsmiðstöð eldri borgara, þar sem gefin voru hljómflutningstæki, var verið að gera jólaföndur. Vel var tekið á móti Rauða kross fólkinu með dýrindis kaffihlaðborði og var þeim þakkað kærlega fyrir góða gjöf.