16. maí 2006 : Líflegt fræðslustarf á Vestfjörðum

Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi talar við börnin í 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði.
Nemendur og kennarar í 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði heimsóttu svæðisskrifstofu Rauða krossins á Vestfjörðum á mánudaginn. Þau voru frædd um starf Rauða krossins og tóku með sér fræðslubæklinga sem þau ætla að nota til að kynna starfið fyrir fjölskyldu og vinum. 

?Heimsókn 10. bekkjar er orðinn fastur liður á vorin. Það er gaman að hitta krakkana og oftast skapast líflegar umræður,? segir Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi.

12. maí 2006 : Nordred björgunaræfing vegna ferjuslyss

Hrefna Magnúsdóttir, Þorbjörg Finnbogadóttir, Auður Ósk Aradóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Þær settu upp fjöldahjálparstöð og tóku á móti á annað þúsund manns og komu þeim síðan áleiðis til Reykjavíkur þar sem sjálfboðaliðar og starfsfólk tóku á móti þeim í Laugardalshöllinni.
Rauði kross Íslands tók þátt í björgunaræfingunni Nordred sem stóð yfir dagana 3. og 4. maí ásamt björgunarráðstefnu sem haldin var á sama tíma. Æfð voru viðbrögð við björgun fólks af erlendu skemmtiferðaskipi með um 1700 manns um borð sem rýma þurfti vegna bruna.

Atvikið átti að eiga sér stað við Hornbjarg. Um var að ræða skrifborðsæfingu og samskipti milli almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og samhæfingarstöðvar almannavarna við að útvega búnað og mannskap til að takast á við þetta umfangsmikla verkefni.