8. ágú. 2007 : Hressar stelpur halda tombólu á Ísafirði

Fimm  hressar stelpur, Hafdís Bára, Aldís Huld, Brynja Dís Höskuldsdætur og Birta Rut Rúnarsdóttir héldu tombólu á Ísafirði á dögunum og söfnuðu 3.600 krónum. Þær komu með peningana á skrifstofu Rauða krossins og fengu í leiðinni fræðslu um það hvað Rauði krossinn gerir við peninga sem börn á Íslandi safna með tombóluhaldi.

Á hverju ári safnast um 400 - 500 þúsund krónum sem eru notaðar til að styrkja börn sem eiga um sárt að binda. Á síðasta ári var söfnunarfénu varið til að aðstoða börn í Sierra Leone, árið 2005 rann féð til aðstoðar börnum í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu og árið 2004 voru heyrnardauf börn í Palestínu aðstoðuð.

Rauði krossinn leggur metnað í að fræða börn um það hvernig tombólupeningunum er varið og fá þau send heim bréf sem útskýrir á hvern hátt peningarnir koma að góðum notum fyrir jafnaldra þeirra, sem minna mega sín.