14. sep. 2007 : Vestfirðingar halda svæðisfund

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum héldu sinn árlega svæðisfund dagana 7. og 8. september í Heydal í Mjóafirði. Fulltrúar frá öllum deildum sátu fundinn sem hófst með kvöldverði og hópefli. Boðið var upp á barnagæslu og gátu því foreldrar komið með börnin. Stúlkurnar sem gættu barnanna höfðu að sjálfsögðu sótt námskeiðið börn og umhverfi á vegum Rauða krossins. 

Samþykkt var svæðisáætlun fyrir þau verkefni sem deildirnar vinna að í sameiningu. Undantekningalaust eru allar deildirnar þátttakendur í  sameiginlegum verkefnum svæðisins.