24. okt. 2007 : Heimsóknavinir Rauða krossins leita að gestgjöfum

Á laugardag lauk námskeiði fyrir heimsóknavini sem var í boði allra deilda á Vestfjörðum. Sautján heimsóknavinir hafa bæst í hóp sjálfboðaliða Rauða krossins og margir þeirra sem sóttu námskeiðið sögðust vera að sækjast eftir vináttu og félagsskap um leið og þeir vilja láta gott af sér leiða.

Einn heimsóknavinur taldi það ávinning fyrir barnið sitt að fá að kynnast eldra fólki sem gæti komið í stað afa eða ömmu og hlakkaði því til að fá tækifæri til að heimsækja eldri borgara. Eldri borgarar búa oft yfir reynslu sem er verðmæt fyrir sjálfboðaliðana þannig að báðir hafa þess vegna eitthvað að gefa og þiggja.

18. okt. 2007 : Sparisjóðir Bolungarvíkur og Vestfirðinga styrkja verkefni Rauða krossins um þrjár milljónir króna

Sparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóður Vestfirðinga hafa sameinast um að vera bakhjarlar Rauða krossins á Vestfjörðum í skyndihjálp og neyðarvörnum.