23. des. 2008 : Tælensk börn taka þátt í barnastarfi á Ísafirði

Ísafjarðardeild Rauða krossins hefur haldið uppi barnastarfi í vetur. Börnin sem sækja barnastarfið eru öll frá Tælandi og hittast á þriðjudögum milli klukkan 16 og 19.

19. des. 2008 : Prjónað til styrktar Rauða krossinum

Prjónahópur á Þingeyri hefur verið iðinn við að prjóna vettlinga og sokka í húnsnæði Dýrafjarðardeildar undanfarið. Allt prjónlesið er gefið til hjálparstarfs Rauða krossins. 

21. okt. 2008 : Flugslysaæfing á Þingeyri

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Þingeyri á laugardaginn. Æft var slys þar sem farþegaflugvél með 24 farþegum fórst í lendingu á flugvellinum.

Sjálfboðaliðar Dýrafjarðardeildar sinntu slösuðum á svokölluðu söfnunarsvæði slasaðra sem sett var upp í flugstöðinni á Dýrafjarðarflugvelli, ásamt björgunarsveitarfólki og prestinum á staðnum. Sjálfboðaliðar annarra deilda á norðanverðum Vestfjörðum settu hins vegar upp söfnunarsvæði aðstandenda í grunnskóla Ísafjarðar.

14. okt. 2008 : Sjálfboðaliðar á Vestfjörðum æfa fjöldahjálp

Góð þátttaka var á námskeiði  í fjöldahjálp sem Rauða kross deildir á Vestfjörðum stóðu að síðast liðinn laugardag. Þátttakendur voru þjálfaðir í að taka þátt í fjöldahjálp á neyðartímum með því að taka á móti óslösuðum og aðstandendum. Farið var yfir hlutverk sjálfboðaliða sem þurfa að veita fólki mannlegan stuðning á erfiðum tímum. 

Rauði kross Íslands annast fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins og eru deildir um allt land sífellt að þjálfa sjálfboðaliða.

8. okt. 2008 : Svæðisfundur deilda á Vestfjörðum

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum héldu svæðisfund á sunnudaginn.

13. maí 2008 : Rk-bandið skemmtir Vestfirðingum

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Vestfjörðum komu saman í Hlíf, heimili eldri borgara á Ísafirði, á alþjóðadegi Rauða krossins 8. maí.

23. apr. 2008 : Ársskýrsla 2007

10. mar. 2008 : Afríkuandi á aðalfundi Dýrafjarðardeildar

Það ríkti Afríkuandi á aðalfundi Dýrafjarðardeildar sem haldinn var um helgina. Auk venjulegra aðalfundastarfa hlýddu fundarmenn á fræðsluerindi um Gambíu í Afríku.

14. feb. 2008 : Áfangi um sjálfboðið starf í Menntaskólanum á Ísafirði

Rauða kross deild Ísafjarðar og Menntaskólinn á Ísafirði hófu í byrjun árs samstarf um fræðslu og þátttöku nemenda í sjálfboðnu starfi.

13. feb. 2008 : Geðheilbrigði til umfjöllunar á Ísafirði

Undanfarin ár hefur Rauði krossinn staðið fyrir námskeiðum fyrir fólk með geðraskanir, aðstandendur þeirra og áhugafólk. Í kjölfarið hafa verið stofnaðir sjálfshjálparhópar fólks með geðraskanir og einnig meðal aðstandenda. Það getur reynst erfitt að halda sjálfshjálparhópum starfandi til lengdar og býður því Rauði krossinn upp á fræðslu/handleiðslu um hvernig best er að halda sjálfshjálparhóp virkum og „lifandi“. Fyrsti fundurinn var haldinn fyrir höfuðborgarsvæðið í nóvember.
 
Í síðustu viku var haldinn fræðslufundur á Ísafirði og sóttu hann rúmlega 30 manns. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins greindi frá aðdraganda og markmiðum með fræðslunni og Einar Guðmundsson geðlæknir fór yfir þau atriði sem skipta máli í starfi og virkni hópastarfs til þess að sjálfshjálparhópar eflist og dafni. Leitast var við að fá viðbrögð gesta og reynslusögur þeirra sem starfað hafa í sjálfshjálparhópum. Margrét Ómarsdóttir formaður Barnageðs og Eggert S. Sigurðsson frá Geðhjálp tóku þátt í umræðum og svöruðu fyrirspurnum.