21. okt. 2008 : Flugslysaæfing á Þingeyri

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Þingeyri á laugardaginn. Æft var slys þar sem farþegaflugvél með 24 farþegum fórst í lendingu á flugvellinum.

Sjálfboðaliðar Dýrafjarðardeildar sinntu slösuðum á svokölluðu söfnunarsvæði slasaðra sem sett var upp í flugstöðinni á Dýrafjarðarflugvelli, ásamt björgunarsveitarfólki og prestinum á staðnum. Sjálfboðaliðar annarra deilda á norðanverðum Vestfjörðum settu hins vegar upp söfnunarsvæði aðstandenda í grunnskóla Ísafjarðar.

14. okt. 2008 : Sjálfboðaliðar á Vestfjörðum æfa fjöldahjálp

Góð þátttaka var á námskeiði  í fjöldahjálp sem Rauða kross deildir á Vestfjörðum stóðu að síðast liðinn laugardag. Þátttakendur voru þjálfaðir í að taka þátt í fjöldahjálp á neyðartímum með því að taka á móti óslösuðum og aðstandendum. Farið var yfir hlutverk sjálfboðaliða sem þurfa að veita fólki mannlegan stuðning á erfiðum tímum. 

Rauði kross Íslands annast fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins og eru deildir um allt land sífellt að þjálfa sjálfboðaliða.

8. okt. 2008 : Svæðisfundur deilda á Vestfjörðum

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum héldu svæðisfund á sunnudaginn.