19. jan. 2009 : Börnin á Eyrarskjóli læra um tilfinningar

Krakkarnir á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði hafa verið að vinna með námsefnið Hjálpfús. Á dögunum luku þau við að fara yfir nýjustu sögustundina um tilfinningar sem Rauði krossinn er að gefa á alla leikskóla landsins þessa dagana.

Það hefur verið fastur liður á leikskólanum að vinna með Hjálpfús og í tengslum við verkefnið hafa börnin heimsótt Rauða krossinn og fengið fræðslu um félagið.

Börnin á Eyrarskjóli komu ásamt leikskólakennurum í heimsókn á svæðisskrifstofu Rauða krossins á Ísafirði og sögðu frá Hjálpfúsi og aðferðum sem hann notar við að hjálpa fólki og vera góður við vini sína. Þau voru búin að horfa á mynddiskinn með Hjálpfúsi sem Ísafjarðardeild færði þeim í desember.

5. jan. 2009 : Leikskólarnir fá heimsókn frá Rauða krossinum

Deildir Rauða krossins eru um þessar mundir að heimsækja leikskólana í landinu færandi hendi með Hjálpfús DVD diskinn og fræðsluefni um tilfinningar að gjöf.