17. mar. 2009 : Sulayman og Amie, sjálfboðaliðar Rauða krossins í Gambíu, heimsækja Vestfirði

Sjálfboðaliðarnir Sulayman og Amie frá Rauða krossinum í  Gambíu heimsóttu Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum. Þau eru á Íslandi um þessar mundir í boði Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.

Deildirnar á Vestfjörðum eru í vinadeildarsamstarfi við deildina í North Bank í Gambíu og buðu sjálfboðaliðunum vestur til að kynna sér starf deildanna þar og fræða heimamenn um Gambíu, land og þjóð.

Sulayman og Amie ferðuðust vítt og breitt um Vestfirði, heimsóttu Rauða kross deildirnar, skóla, athvarf, vinnustaði og heimili. M.a. fóru þau í heimsókn til nemenda 8. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði sem hafa verið að læra um Gambíu og eru að hefja bréfasamskipti við jafnaldra sína í þar. Er það hluti af enskukennslunni í skólanum, en opinbera málið í Gambíu er enska.