3. ágú. 2009 : Rauðakrossfræðsla í vinnuskólum

Krakkarnir í vinnuskólanum á Ísafirði og Þingeyri fengu fræðslu um Rauða krossinn og almenna skyndihjálp í sumar. Flokkstjórarnir voru vakandi yfir veðurspánni og kölluðu í Rauða krossinn þegar rigningadagarnir stóðu yfir.

Fræðslan fór fram í sex hópum og voru krakkarnir áhugasamir um þau verkefni sem Rauði krossinn vinnur um allt land og á alþjóðavettvangi.