24. sep. 2009 : Svæðisfundur deilda á Vestfjörðum

Rauða kross deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum héldu sinn árlega svæðisfund á laugardaginn í Holti í Önundarfirði. Daginn áður var þátttakendum boðið að taka þátt í námskeiðinu Viðhorf og virðing og þáðu margir gott boð.

Á svæðisfundinum var farið yfir þau verkefni sem deildirnar vinna að sameiginlega og verkefnaáætlun fyrir árið 2010 samþykkt.

Gestir fundarins voru Sólveig Ólafsdóttir sviðsstjóri útbreiðslusviðs og Örn Ragnarsson verkefnisstjóri í fatasöfnun Rauða krossins. Sólveig fór yfir þau verkefni sem tengjast Rauðakrossvikunni sem mun standa yfir dagana 12. - 17. október og Örn sagði frá átaki í fatasöfnun meðal landsmanna sem fram fer um þessar mundir.