23. feb. 2010 : Grunnskólabörnin á Flateyri halda risatombólu

Nemendur í 5. til 8. bekkjum Grunnskólans á Flateyri tóku höndum saman og héldu tombólu í skólanum. Safnað var ýmsum varningi og auglýsing send í hvert hús í bænum með hvatningu um að styðja íbúa á Haítí sem urðu illa úti í jarðskjálfta í janúar.

Fjöldi manns mætti í skólann og studdi gott málefni. Nemendurnir söfnuðu á þennan hátt 30 þúsund krónum sem þeir afhentu Rauða krossinum.

Á myndinni eru hressar stúlkur sem unnu að tombóluhaldinu. Talið frá vinstri: Lawrence Sif Malagar, Karólína Júlía Edwardsdóttir og Anna Anika Jónína Guðmundsdóttir.
 

11. feb. 2010 : Nemendur kynna sér skyndihjálp

Rauði krossinn á Ísafirði stóð fyrir kynningu á neyðarlínunni 112 í samvinnu við slökkvilið Ísafjarðarbæjar á fimmudaginn í tilefni af 112 deginum.

4. feb. 2010 : Tombóla í Neistanum

2. feb. 2010 : Ungar stúlkur gefa til hjálparstarfsins á Haítí

Þrjár ungar stúlkur komu á svæðisskrifstofu Rauða krossins með peninga sem þær höfðu safnað með því að ganga í hús á Ísafirði. Þær sögðu að þeim hefði þótt mikilvægt að gera eitthvað til að hjálpa fólkinu á Haítí sem varð illa úti í jarðskjálftanum.

Þær sögðu að fólk hefði tekið vel á móti þeim þegar þær knúðu dyra. Þær fengu Rauða kross merki til að bera á sér ef þær ætluðu að safan aftur, því mikilvægt er að fólk sem tekur vel á móti söfnurarfóki sjái merki félagsins. Þær sögðust ætla að finna tíma til að halda tombólu og safna meira fé.