20. sep. 2010 : Listasmiðja stofnsett í Súðavík

Rauði krossinn í Súðavík hefur gert samkomulag við Súðavíkurhrepp um rekstur listasmiðju á Langeyri. Rauða kross deildin hefur undanfarin ár haft aðstöðu í húsnæðinu á Langeyri ásamt öðrum en nú hefur náðst samkomulag um að nýta húsnæðið undir listasmiðju fyrir almenning.

Í listasmiðjunni verður m.a. aðstaða til að vinna og baka gler í þar til gerðum glerbrennsluofni og aðstaða til málmsmíði. Einnig fá grunnskólanemendur að nýta aðstöðuna í sínu námi. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að atvinnulausum og öryrkjum verði tryggður aðgangur að listasmiðjunni og sjálfboðið starf verði skipulagt af deildinni.

3. sep. 2010 : Starfið á árinu