5. okt. 2010 : Svæðisfundur á Vestfjörðum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Vestfjörðum var haldinn á Þingeyri að þessu sinni. Mættir voru fulltrúar sex deilda; Dýrafjarðar-, Bolungarvíkur-, Ísafjarðar-, Súðavíkur-, Súgandafjarðar- og Önundarfjarðardeild.

Á fundinum var lögð fram verkefnaáætlun deildanna en þar er gert ráð fyrir fjölbreyttum verkefnum sem deildirnar vinna að í sameiningu á árinu 2011.