Ungar stúlkur gefa til hjálparstarfsins á Haítí

2. feb. 2010

Þrjár ungar stúlkur komu á svæðisskrifstofu Rauða krossins með peninga sem þær höfðu safnað með því að ganga í hús á Ísafirði. Þær sögðu að þeim hefði Ingigerður Anna Bergvinsdóttir, Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir og Ntía Kaja Fjölnisdóttir komu til Rauða krossins með peninga sem þær höfðu safnað með því að ganga í hús á Ísafirði. Þær sögðu að þeim hefði þótt mikilvægt að gera eitthvað til að hjálpa fólkinu á Haítí sem varð illa úti í jarðskjálftanum.

Þær sögðu að fólk hefði tekið vel á móti þeim þegar þær knúðu dyra. Þær fengu Rauða kross merki til að bera á sér ef þær ætluðu að safan aftur, því mikilvægt er að fólk sem tekur vel á móti söfnurarfóki sjái merki félagsins. Þær sögðust ætla að finna tíma til að halda tombólu og safna meira fé.