Tombóla í Neistanum

4. feb. 2010

Þær Kolfinna Veigarsdóttir og Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir eru nemendur í Grunnskólanum á Ísafirði. Það var frí hjá þeim í skólanum á miðvikudaginn og þær nýttu tímann til þess að halda tombólu í Verslunarmiðstöðinni Neistanum á Ísafirði. Þær söfnuðu 3250 krónum sem þær færðu  Rauða krossinum til styrktar fólkinu á Haíti sem nú á um sárt að binda vegna jarðskjálftans í janúar.