Nemendur kynna sér skyndihjálp

11. feb. 2010

Rauði krossinn á Ísafirði stóð fyrir kynningu á neyðarlínunni 112 í samvinnu við slökkvilið Ísafjarðarbæjar á fimmudaginn í tilefni af 112 deginum.

Auður Ólafsdóttir skyndihjálparleiðbeinandi Rauða krossins og þeir Hermann Hermannsson og Sveinn Þorbjörnsson frá slökkviliðinu heimsóttu nemendur Grunnskólans á Ísafirði og ræddu um mikilvægi þess að þekkja hvernig á að nota neyðarnúmerið 112 og sýna rétt viðbrögð í neyð. Auður sagði að nemendurnir hefðu verið áhugasamir og óskað eftir því að Rauði krossinn héldi fyrir þau skyndihjálparnámskeið.