Samhugur og menntun í Grunnskólanum á Ísafirði

21. jan. 2010

Rauði krossinn heimsótti Grunnskólann á Ísafirði á dögunum og fengu allir nemendur og kennarar skólans fræðslu. Tilefnið var þemadagur í skólanum sem bar heitið samhugur og menntun.

Hrefna Magnúsdóttir formaður Ísafjarðardeildar var með fræðslu fyrir nemendur í 8. - 10. bekk um Rauða  krossinn og Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi sagði frá vinadeildarsamstarfi milli Rauða kross deilda á Vestfjörðum og í North Bank í Gambíu.

Nemendur í 9. bekk grunnskólans eru í vinasambandi við grunnskóla í Gambíu og var nemendunum hrósaði fyrir samhug og góða samvinnu sem ríkir á milli nemendanna.