Hálpfús á leikskólanum Eyrarskjóli

23. okt. 2009

Börnin á Eyrarskjóli á Ísafirði hafa verið að læra um Hjálpfús í leikskólanum. Þar læra þau um mikilvægi þess að láta gott af sér leiða og huga að þeim sem eru minni máttar. Einnig læra þau um vináttu, holla lífshætti og umhverfisvernd.

Í tengslum við námsefnið fá börnin tækifæri til að láta gott af sér leiða með því að gefa föt sem þau eru hætt að nota. Formaður Ísafjarðardeildar Hrefna Magnúsdóttir tók á móti fötunum sem börnin á Eyrarskjóli gáfu Rauða krossinum og sýndi þeim fatagámana sem eru staðsettir við húsnæði Ísafjarðardeildar.

Fræðsluefnið um Hjálpfús var gefið öllum leikskólum landsins. Námsefnið inniheldur fingurbrúðu og kennsluefni og hefur það markmið að kenna leikskólabörnum mikilvægi þess að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á.