Tombólubörn á Ísafirði í heimsókn á alþjóðadegi Rauða krossins

12. maí 2009

Í tilefni af alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans þann 8. maí bauð Ísafjarðardeild Rauða krossins til sín öllum börnum á svæðinu sem hafa haldið tombólur til styrktar Rauða krossinum undanfarin ár.

Þau 20 börn sem mættu af þessu tilefni fengu upplýsingar um það hvernig söfnunarfénu sem þau færðu félaginu var ráðstafað. Einnig var spjallað um starf Rauða krossins og voru börnin áhugasöm og spurðu margra spurninga varðandi verkefni innanlands og utan.

Allir peningar sem börn safna með tombóluhaldi fer í sérstakt verkefni til hjálpar bágstöddum börnum úti í heimi.