Námskeið í starfrækslu fjöldahjálparstöðva

16. apr. 2012

Rauði krossinn á Vestfjörðum stendur fyrir námskeiði í starfrækslu fjöldahjálparstöðva í dag og á morgun milli klukkan 18 og 22. Námskeiðið verður haldið í Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. Þátttakendur læra að opna fjöldahjálparstöðvar sem veita þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða fyrstu aðstoð, svo sem fæði, klæði og húsaskjól ásamt ráðgjöf og sálrænum stuðningi. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, hópverkefnum og verklegum æfingum.

Meðal dagskrárliða má nefna fræðslu um skipulag almannavarna, neyðarvarnakerfi Rauða krossins, samskipti við fjölmiðla, sálrænan stuðning, upplýsingamiðlun og vinnulag við opnun og starfrækslu fjöldahjálparstöðva.