Seldu perlur til styrktar börnum

24. júl. 2006

Nokkrar ungar stúlkur á Tálknafirði tóku sig til á dögunum og buðu perlur til sölu auk þess sem þær héldu hlutaveltu.

Það er ósk þeirra að afraksturinn, 10 þúsund krónur, verði notaður til að hjálpa öðrum börnun og mun Rauði krossinn sjá til þess að hann komi að góðum notum.

Stelpurnar eru: Liv, Jóhanna María, Sigurlaug, Aníta og Rut í efri röð en í þeirri neðri eru Ólöf Rún, Helga Kristín, Hafrún, Stefanía, Brynja og Anna Maggý.

Þær senda kærar kveðjur og vonast til þess að söfnunarféð þeirra komi sér vel.