112 dagurinn á Ísafirði

12. feb. 2015

Rauði krossinn á Ísafirði heimsótti leikskóla í tilefni af 112 deginum. Með í för voru sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn sem leyfðu börnunum að skoða bílana og sprauta úr brunaslöngunni. Mikil ánægja ríkti meðal barnanna og sagði eitt barnið að ekkert væri að óttast því björgunarfólk væri svo gott við börnin ef þau lentu í slysi. 

Hermann Hermannsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður með börnunum á leikskólanum Sólborgu á Ísafirði
Hlynur Kristjánsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður með börnunum á leikskólanum Sólborgu á Ísafirði
Hlynur Kristjánsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður með börnunum á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði