30 ár frá stofnun Önundarfjarðardeildar

6. okt. 2011

Önundarfjarðardeild Rauða krossins fagnaði 30 ára starfsafmæli þann 29. september. Fyrsti formaður deildarinnar var Soffía Hólm en núverandi formaður er Ingibjörg Edda Graichen. Deildin bauð bæjarbúum í Önundarfirði og nágrannabyggðum til veislu þar sem saga Rauða krossins var kynnt, barnakórinn söng nokkur lög og Sigrún Gerða Gísladóttir las upp úr fyrstu fundargerð deildarinnar.

Önundarfjarðardeild hefur fengist við mörg krefjandi verkefni og sinnt frumkvöðlastarfi í takt við þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Nægir þar að nefna viðbrögð eftir snjóflóðið 1994 og upplýsingamiðstöð á atvinnuleysistímum. Um þessar mundir er alþjóðleg matargerð með menningarlegu ívafi vinsælt verkefni hjá deildinni.