Ungir foreldrar á Ísafirði fræðast um slysavarnir

20. mar. 2006

Foreldrarnir æfðu réttu handtökin á brúðum.

Rauði krossinn hitti fyrir unga foreldra á Ísafirði sem koma saman reglulega á miðvikudagsmorgnum í Ísafjarðarkirkju. Auk samverunnar hafa þau boðið til sín aðilum sem geta miðlað þeim þekkingu á sviði uppeldis og umönnunar barna.

Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi á Vestfjörðum hélt fræðsluerindi um slys á börnum en Rauði krossinn býður upp á sérhæfð námskeið sem gagnast öllum umönnunaraðilum barna.

Foreldrarnir fræddust m.a. um viðbrögð við aðskotahluti í hálsi, meðferð á brunasárum og endurlífgun barna. Einnig var farið yfir öryggi barna í heimahúsum og gefinn listi yfir það sem helst þarf að vera í lagi til að tryggja öryggi barna á heimilum.

Í hinum vestræna heimi má rekja nær 40% dauðsfalla barna á aldrinum eins til fjórtán ára til slysa. Á hverju ári verða um 30-35.000 íslensk börn fyrir einhvers konar slysum sem jafngildir því að hvert barn slasist að meðaltali einu sinni á ári. Skyndihjálparkunnátta þeirra sem gæta barnanna getur því augljóslega reynst dýrmæt.